Bók Lagana

1. Had! Opinberun Nuit.
2. Afhjúpunin á samfélagi himnanna.
3. Sérhver maður og sérhver kona er stjarna.
4. Sérhver tala er óendanleg, það er engin munur.
5. Hjálpi mér, ó stríðsherra Þebesar, í afhjúpun minni fyrir börnum mannanna.
6. Veri þér Hadit, mín leynda miðja, hjarta mitt & tunga mín!
7. Sjá! Það er opinberað af Aiwass, herra Hoor-paar-kraats.
8. Khabsið er í Khuinu, ekki Khuið í Khabsinu.
9. Tilbiðjið því Khabið og sjá ljós frjó mitt yfir þér!
10. Látið þjóna mína vera fáa & leynda: þeir skulu ráða yfir fjöldanum og þeim þekktu.
11. Þetta eru fífl sem mennirnir tilbiðja; bæði guðir þeirra & menn eru fífl.
12. Komið fram, ó börn, undir stjörnunum & takið fylli ykkar af ást!
13. Ég er yfir þér og í þér. Sæla mín er í þér. Gleði mín er að sjá gleði þína.
14. Fyrir ofan hinn gimsteins lagða himinbláma er Hin nakta dýrð Nuit. Hún beygir sig í gleði til að kyssa Hinn leynda ákafa Haditar. Hin vængjaði hnöttur, stjörnu bláminn, Eru mínir, ó Ankh-af-na-khonsu!
15. Nú skuluð þér vita að hin valdi prestur & postuli hins óendanlega rýmis er prins-presturinn dýrið og í konu hans, kölluð skarlatt konan er allur kraftur gefin. Þau skulu safna saman börnum mínum inn í kvíar þeirra, þau skulu færa ljóma stjarnanna inn í hjörtu mannanna.
16. Því hann er ávalt sól og hún máni. En hans er hinn leyndi, vængjaði logi og hennar er hin sveigði stjörnuljómi.
17. En þér eruð ekki svo valin.
18. Brennið á brúnum þeirra, ó dýrðlegi snákur!
19. Ó himinbláma lýsta kona, beygðu þig yfir þau!
20. Lykillinn af siðunum er í hinu leynda orði sem ég hef gefið honum.
21. Með guðinum & tilbiðjandanum er ég ekkert, þeir sjá mig ey. Þeir eru sem á jörðu; ég er himinn og það er engin annar guð en ég og herra minn Hadit.
22. Því er ég nú kunnug þér af nafni mínu Nuit og honum af leyndu nafni sem ég mun gefa honum þegar hann að lokum kynnist mér. Þar sem ég er órofið rými og óteljanlegar stjörnur þar af, gjör þið svo. Bindið ekkert! Látið ekki vera nokkurn mun gerðan hjá yður milli eins hlutar & nokkurs annars hlutar; þar af kemur sársauki.
23. En sá sem hagnýtir sér þetta, lát hann vera herra alls!
24. Ég er Nuit og orð mitt er sex og fimmtíu.
25. Deilið, leggið saman, margfaldið og skiljið.
26. Þá sagði spámaðurinn og þræll hinnar fögru: Hver er ég og hver munu táknin verða? Þá svaraði hún honum, beygjandi sig niður, blikandi blár logi al snertandi, al gegnumgangandi, dásamlegu hendur hennar á svartri jörðinni & lipur líkami hennar sveigður fyrir ást og mjúkir fætur hennar ei skaðandi litlu blómin: þér þekkið! Og táknin skulu verða unaður minn, samhengi áframhalds tilverunnar, allnálægð líkama míns.
27. Þá svaraði presturinn og sagði við drottningu rýmisins, kyssandi hennar yndisfögru brúnir og dögg af ljósi hennar baðaði allan líkama hans í sætangandi ilmi svita. Ó Nuit, þú ævarandi himin, látið það ætíð vera svo, að mennirnir tali um þig, ekki sem eina heldur sem enga og lát þá almennt alls ekki tala um þig yfir höfuð, þar sem þú ert órofa!
28. Engin andaði ljósi stjarnanna, daufu & díslegu og tveggja.
29. Því ég er sundurskilin vegna ástarinnar, fyrir möguleikann á sameiningu.
30. Þetta er sköpun heimsins, að sársauki aðskilnaðarins er sem enginn og gleðin upplausnarinnar öll.
31. Af fíflum manna og hörmungar þeirra skuluð þér ekki áhyggjur hafa! Þeir finna lítið, það sem er, er jafnað út með veikri gleði, en þér eruð mínir útvöldu.
32. Hlýðið spámaður minn! Fylgið eftir raununum af þekkingu minni! Leitið mín aðeins! Þá mun gleiði ástar minnar frelsa yður frá öllum sársauka. Þetta er svo. Ég sver það við hvelfingu líkama míns, við hjarta mitt helga og tungu, við allt sem ég get gefið og við allt það sem ég þrái af ykkur öllum.
33. Þá féll presturinn í djúpa leiðslu eða ómegi & sagði við drottningu himinsins: Skrifið fyrir okkur raunirnar, skrifið fyrir okkur siðina, skrifið fyrir okkur lögmálið!
34. En hún sagði: Raunirnar mun ég eigi rita, siðirnir skulu vera að hálfu þekktir og að hálfu huldir, lögmálið er fyrir alla.
35. Þetta sem þér ritið er hin þrískipta bók um lögmálið.
36. Skrifarinn minn Ankh-af-na-khonsu, prestur prinsessunnar, skal eigi breyta neinum staf í þessari bók, en til þess að koma í veg fyrir heimsku, skal hann gera athugasemdir við bókina samkvæmt vísdómi Ra-Hoor-Khu-it.
37. Einnig möntrurnar og þulurnar, obeah og vangan, verk stafsins og verk sverðsins, þau skal hann læra og kenna.
38. Hann verður að kenna en hann má gera raunirnar harðar.
39. Orð lögmálsins er θεληµα.
40. Þeir er kalla okkur Þelemíta hafa ekki rangt fyrir sér, ef hann skoðar orðin vel. Því þar eru falin hinar þrjár gráður, einbúinn, elskandinn og maður jarðarinnar. Gjör það er þér viljið skal vera allt lögmálið í held.
41. Orð syndarinnar er takmörkun. Ó maður! Neitaðu ei konu yðar, ef hún vill! Ó elskandi, ef þú villt, farið! Það er enginn bönd sem geta sameinað það sem hefur verið sundur skilið nema ást, allt annað er bölvun. Bölvað! Bölvað veri það í aldanna rás! Hel!
42. Lát það vera ástand margeðlis bundið og andstyggilegt. Þannig með yður öll, þér hafið engan rétt en að gera vilja yðar.
43. Gjörið það og eigi mun þér vera neitað.
44. Því að hreinn vilji, ósveigjanlegur í ásetningi, laus við losta eftir árangri er fullkomin á alla vegu.
45. Það fullkomna og það fullkomna er einn fullkomleiki og ekki tveir, nei, eru enginn!
46. Ekkert er leyndur lykill að þessu lögmáli. Sextíu og einn kalla gyðingarnir hann. Ég kalla hann átta, áttatíu, fjögurhundruð & átján.
47. En þeir hafa helminginn, sameinaður þínum er svo sem allt hverfur.
48. Spámaður minn er fífl með hans eina, eina, eina, eru þeir ekki uxar og engir samkvæmt bókinni?
49. Afnumdir eru allir siðirnir, allar raunirnar, öll orð og tákn. Ra-Hoor-Khuit hefur tekið sér sæti sitt í austrinu við jafndægur guðanna. Og lát Asar vera með Isa, sem einnig eru ein. En þeir eru ekki af mér. Lát Asar ver sá sem tilbíður, Isa líða. Hoor í sínu leynda nafni og dýrð er hinn vígandi drottinn.
50. Það er orð sem segja verður um verk æðstaprestsins. Sjá! Það eru þrjár raunir í einni og hægt er að leggja hana fyrir á þrennan hátt. Hinn grófi verður að ganga í gegnum eld, látum hinn fínlega vera prófaðan í visku og hinn áfleyga útvalda í hinu æðsta. Þannig hafið þér stjörnu & stjörnu, kerfi & kerfi, lát hvern ei þekkja vel annan!
51. Það eru fjögur hlið að einni höll. Gólfið í þessari höll er af silfri og gulli, lapis lazuli og jaspis eru þar og allir sjaldgæfir ilmir, jasmín og rós og tákn dauðans. Lát hann ganga í gegnum hvert af öðru eða í einu hin fjögur hlið. Mun hann ekki sökkva? Amn. Hó! Stríðsmaður, ef þjónn þinn sekkur? En það eru aðferðir og aðferðir. Verið þokkalegur af þeim sökum, klæðist þið öll í fín klæði, borðið ríkumanlegan mat og drekkið sæt vín og vín sem freyða! Einnig takið fylli ykkar og vilja af ást eins og þér viljið, hvenær, hvar og með hverjum sem þér viljið! En ávalt fyrir mér.
52. Ef þetta er ekki rétt, ef þér ruglið saman rýmismörkin, segjandi: Það er einn eða segið það eru margir, ef siðirnir eru ekki ávalt til mín. Þá búist við hinum hræðilega dómi Ra Hoor Khuit!
53. Þetta er endurgerð heimsins, litla heiminn systur mína, hjarta mitt og tunga mín, sem ég sendi þennan koss til. Einnig, ó skrifari og spámaður, jafnvel þó að þér séu af prinsessunni, skal það ekki sefa þig né frelsa þig. En unaður sé þinn og gleði jarðarinnar, ávalt til mín! Til mín!
54. Breytið eigi svo mikið sem stíl stafanna, því sjá! Þér spámaður munið ekki sjá allar þessa leyndardóma sem faldir eru hér.
55. Barn iðra þinna, hann mun sjá þau.
56. Búist ekki við honum úr austri né úr vestri, því frá engu augljósu húsi mun það barn koma. Aum! Öll orð eru helg og allir spádómar sannir, gætið aðeins að þeir skilji eitthvað, leysið fyrri hluta jöfnunnar, skiljið hinn hlutann óreyndan. En þér hafið allt í skýru ljósi og sumt, en þó ekki allt, í myrkri.
57. Ákallið mig undir stjörnunum! Lögmálið er ást, ást er lýtur vilja. Né látið fíflin miskilja ást, því það er ást og ást. Það er dúfan og það er snákurinn. Veljið vel! Hann, spámaður minn, hefur valið, þekkjandi lögmál virkisins og hinn mikla leyndardóm hús guðs. Allir þessir gömlu stafir bókar minnar eru réttir, en צ er ekki stjarnan. Þetta er einnig leyndardómur, spámaður minn mun opinbera hann fyrir þeim vitru.
58. Ég veiti óhugsanlega gleði á jörðinni, sannfæringu, ekki trú, í gegnum lífið, við dauðann, óumræðilegan frið, hvíld, unað og eigi mun ég krefjast neinnar fórnar.
59. Ilmur minn er af trjákvoðu og gúmmíi og það er ekkert blóð þar í, vegna hárs míns tré eilífðarinnar.
60. Númer mitt er 11, eins og öll númer þeirra sem eru af oss. Fimm arma stjarnan með hring í miðju & hringurinn er rauður. Litur minn er svartur fyrir þeim blindu en blátt & gull er séð af þeim sem sjá. Einnig hef ég leynda dýrð fyrir þá sem elska mig.
61. En að elska mig er öllu betra: Ef þú undir stjörnum næturinnar í eyðimörkinni brennir nú reykelsi mitt, ákallið mig með hreinu hjarta, þar í sem snákurinn logar munt þú við barm minn fá að hvíla. Fyrir einn koss munt þú þá viljugur gefa allt en hver sá sem gefur eitt korn af jörðu mun á þeirri stundu öllu fyrir fara. Þú skalt safna um þig matföngum, gnægð kvenna og kryddi. Þú skalt bera dýrindis skart. Þú munt fremri meðal þjóða jarðar í ljóma og stolti, en ávallt vegna ástarinnar á mér og þannig skalt þú uppfylla gleði mína. Ég hvet þig í einlægni að koma fyrir mig í einu klæði og krýndur ríkulegum höfuðbúnaði. Ég elska þig! Ég þrái þig! Fölur eða purpuralitur, hógvær eða lostasamur, ég sem alger unaðssemd, purpuralit og drukkin hinni innstu vitund, þrái þig. Klæðist vængjum og vektu upp þína innri hringuðu dýrð: Kom til mín!
62. Við alla fundi mína með þér skal prestynjan segja og augu hennar skulu brenna af þrá, þar sem hún stendur ber og fagnandi í mínu leynda musteri – Til mín! Til mín! Kallandi fram loga í hjörtum allra með ástar kalli sínu.
63. Syngið hina unaðslegu ástarsöngva mér til dýrðar! Brennið mér ilm! Berið skart mér til dýrðar! Drekkið mér til dýrðar, því að ég elska þig! Ég elska þig!
64. Ég er hin bláljómaða dóttir sólarlagsins; ég er nakinn ljómi hins lostafulla næturhimins.
65. Til mín! Til mín!
66. Opinberun Nuit er að enda.