Liber Resh vel Helios

0. Þetta eru þær tilbeiðslur sem umsækjandinn í A∴ A∴ ætti að fara með.

1. Lát hann heilsa sólinni við upprisu, þar sem hann snýr í austur og fer með
merki gráðu sinnar. Lát hann segja með hárri röddu:
Heill þér sem eruð Ra í upprisu yðar, jafnvel þér sem eruð Ra í styrk yðar, er
ferðast um himininn í fley yðar við upprisu sólarinnar.
Tahuti stendur í dýrð sinni í stafni og Ra-Hoor situr við stjórn.
Heill þér frá híbýlum næturinnar!

2. Einnig á hádegi, lát hann heilsa sólinni, þar sem hann snýr í suður og fer með
merki gráðu sinnar. Lát hann segja með hárri röddu:
Heill þér sem eruð Ahathoor í upprisu yðar, jafnvel þér sem eruð Ahathoor í fegurð yðar, er ferðast um himininn í fley yðar við mið-rás sólarinnar.
Tahuti stendur í dýrð sinni í stafni og Ra-Hoor situr við stjórn.
Heill þér frá híbýlum morgunsins!

3. Einnig við sólsetur, lát hann heilsa sólinni, þar sem hann snýr í vestur og fer
með merki gráðu sinnar. Lát hann segja með hárri röddu:
Heill þér sem eruð Tum við setur yðar, jafnvel þér sem eruð Tum í gleði yðar, er ferðast um himininn í fley yðar við setur sólarinnar.
Tahuti stendur í dýrð sinni í stafni og Ra-Hoor situr við stjórn.
Heill Þér frá híbýlum dagsins!

4. Að síðustu á miðnætti, lát hann heilsa sólinni, þar sem hann snýr í norður og
fer með merki gráðu sinnar. Lát hann segja með hárri röddu:
Heill þér sem eruð Khephra í duld yðar, jafnvel þér sem eruð Khephra í þögn yðar, er ferðast um himininn í fley yðar við miðnætur stund sólarinnar.
Tahuti stendur í dýrð sinni í stafni og Ra-Hoor situr við stjórn.
Heill Þér frá híbýlum kvöldsins!

5. Að lokinni hverri áköllun þá skuluð þér fara með merki þagnarinnar og þar á
eftir skuluð þér fara með tilbeiðslur þær sem þér hafa verið kenndar af yfirboðara þínum. Og svo skuluð þér setja yður í heilaga hugleiðslu.

6. Einnig er það betra ef í þessum áköllunum, að þér takið á yður ásýnd þess
guðs sem þér ákallið, eins og ef þér mynduð sameinast honum í áköllun á því sem er honum framar.

7. Þannig skuluð þér vera ávallt áminntur á hið mikla verk er þér hafið gengist
undir að framkvæma og þannig skuluð þér vera styrktur í því að fylgja því eftir
þangað til þér öðlist stein viskunnar, Summum Bonum, sannan vísdóm og fullkomna
hamingju.