Stjörnu Rúbíninn – Liber XXV

Horfið til austurs í miðjunni.
Andið djúpt gegnum nefið og haldið vísifingri hægri handar þétt við neðri vör yðar.
Slengið svohendinni niður með mikilli sveiflu aftur og út, andið kröftuglega frá yður og hrópið,
ΑΠΟ ΠΑΝΤΟΣ ΚΑΚΟ∆ΑΙΜΟΝΟΣ APO PANTOS KAKODAIMONOS.

Snertið enni yðar með sama vísifingri og segið:
ΣΟΙ SOI;
Meðlim yðar og segið:
Ω ΦΑΛΛΕ O PHALLE;
Hægri öxl yðar og segið:
ΙΣΧΥΡΟΣ ISCHUROS;
Vinstri öxl yðar og segið:
ΕΥΧΑΡΙΣΤΟΣ EUCHARISTOS.

Klappið síðan saman höndum yðar, læsið saman fingrunum og hrópið:
ΙΑΩ IAÕ.
Gangið til austurs. Sjáið skýrt fyrir yður rétta fimmarmastjörnu á enni yðar.
Dragið hendurnar að augunum, kastið þeim svo fram, gerið merki Hórusar og hrópið um leið,
ΘΗΡΙΟΝ THÉRION.

Dragið aftur hendur yðar í merki Hoor-paar-Kraat.
Farið umhverfis til norðurs og endurtakið, en segið NUIT.
Farið umhverfis til vesturs og endurtakið, en segið BABALON.
Farið umhverfis til suðurs og endurtakið, en segið HADIT.
Klárið að ganga allan hringinn rangsælis.
Gangið aftur inn að miðju og hefjið upp rödd yðar í Paiani með þessum orðum:
ΙΩ ΠΑΝ IŌ PAN með merkjum N.O.X.

Réttið fram hendurnar til að mynda Tau og segið lágt en skýrt:
ΠΡΟ ΜΟΥ ΙΥΓΓΕΣ ΟΠΙΧΩ ΜΟΥ ΤΕΛΕΤΑΡΧΑΙ ΕΠΙ ∆ΕΞΙΑ ΧΥΝΟΧΕΣ ΕΠΑΡΙΣΤΕΡΑ ∆ΑΙΜΟΝΟΣ ΦΕΓ ΕΙ ΓΑΡ ΠΕΡΙ ΜΟΥ Ο ΑΣΤΗΡ ΤΩΝ ΠΕΝΤΕΚΑΙ ΕΝ ΤΗΙ ΣΤΗΛΗΙ Ω ΑΣΤΗΡ ΤΩΝ ΕΞ ΕΣΤΗΧΕ PRO MOU IUNGES OPICHŌ MOU TELETARCHAI EPI DEXIA CHUNOCHES EPARISTERA DAIMONOS PHEG EI GAR PERI MOU O ASTÉR TÕN PENTE KAI EN TÉI STÉLÉI Õ ASTÉR TÕN EX ESTÉXE..

Endurtakið Kabbalíska Krossinn eins og að ofan, og endið eins og þér byrjuðuð.